Bindiefni eru endalaus uppspretta rannsókna og rifrilda í faginu. Fræðin eru flókin og síst að verða auðveldari. Í fyrirlestrinum verður farið yfir stöðu bindiefna á markaði í dag og aðferðir kynntar til þess að hámarka árangur þeirra bindikerfa sem til eru.

 

Vilhelm Grétar Ólafsson útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2007. Árin 2012-2015 stundaði hann sérnám í tannfyllingu og tannjúkdómafræði við Tannlæknaháskólann í Norður-Karólínu. Hann starfar nú sem lektor í tannfyllingu og tannsjúkdómafræði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands auk þess að vera gestalektor við Tannlæknaháskólann í Norður Karólínu. Samhliða rannsókna- og kennslustörfum rekur hann tannlæknastofu á Grensásvegi i Reykjavík.

Vilhelm Grétar Ólafsson

0