Það er hverjum manni hollt og gott að líta yfir farinn veg og meta það sem er að baki. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir tíu ára starf eftir sérnám. Sýnd verða erfið sjúklingatilfelli, tilfelli sem heppnast vel og önnur sem ganga ekki eins vel. Hvað hefur virkað og hvað ekki. Einnig verður horft örlítið til framtíðar, en með nýjum tímum koma ný tækifæri.

Jón Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995 og útskrifaðist með cand.odont. gráðu árið 2002 frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Hann stundaði sérfræðinám í munn- og tanngervalækningum (Graduate Prosthodontics) við University of Alabama at Birmingham, Department of Prosthodontics & Biomaterials, frá júlí 2004 til júní 2007. Einnig sinnti Jón stundakennslu við sama skóla.
Jón Ólafur hefur rekið eigin tannlæknastofu frá 1.janúar 2010 ásamt því að vera stundakennari við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Hann hefur verið virkur félagsmaður í Tannlæknafélagi Íslands og var í endurmenntunarnefnd þess árin 2008 – 2010 og formaður hennar árið 2010 auk þess sem hann var ritstjóri Tannlæknablaðsins árin 2015-2017.

Jón Ólafur Sigurjónsson

0