Ingólfur Einarsson

Ingólfur Einarsson, starfar sem barnalæknir og sviðstjóri á langtímaeftirfylgd hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Útskrift frá læknadeild HÍ árið 1994. Sérnám í barnalækningum í Englandi 1998 – 2002. Sérfræðipróf (MRCPCH) í barnalækningum frá Royal College of Paediatrics & Child Health árið 2001. Viðbótarnám í þroskaröskunum hjá börnum hjá Ryegate Children’s Centre, tengt barnaspítalanum og Hallam University í Sheffield. Sérfræðileyfi í barnalækningum á Íslandi árið 2002 og viðbótarsérfræðiviðurkenning í fötlunum barna árið 2009.

Helstu frávik í taugaþroska, heilkenni, fatlanir barna og ungmenna.

Farið verður yfir helstu raskanir í taugaþroska barna, hvernig uppvinnsla, meðferð og eftirfylgd er háttað hjá þeim börnum og unglingum sem tengjast Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Kynnt verða nokkur tilvik barna með ýmis sjaldgæf heilkenni.  Vangaveltur um hvernig tannlæknar geta komið að greiningu eða heildstæðu mati á ástandi og bættum lífsgæðum þessa hóps.

0